Kompáskallar til bjargar?

Mér virðist bankahrunið hafi komið okkur flestum að óvörum. Það hrundi allt og enginn sagði til þannig að við væri brugðist. Fjármálaráðgjafar sem fréttamenn hefðu átt, þá sérlega þeir sem segjast rannsóknarblaðamenn, að vara við. En eitthvað virðist hafa farið framhjá þeim og virðast þeir hafa verið jafn sofandi sem almenningur varðandi hrunið. Á þessu tæpa ári eftir hrun hafa komið fram hinar og þessar vonarstjörnur sem almenningur hengir sig á í þeirri von að eitthvað breytist við þeirra orð eða athafnir. Glæpurinn hefur verið framinn og ekkert breytist. Ekkert. Nú er eitthvað jagg um einhverja Kompáskalla í gangi, að fá þá til að rannsaka þetta og allt verður fínt eftir það. Eða hvað? Það breytist ekkert við það, þeir gætu eflaust gefið okkur einhverjar upplýsingar sem við höfum ekki núna og nafngreint einhverja glæpamenn sem við vissum ekki um en hverju breytir það? Það slær kannski sætu á blóðbragð í munni en breytir engu. Eftir öðrum Kompáskallinum er haft:
„Fólk er betur og betur að sjá að Ísland síðari ára hefur verið nákvæmlega eins og Byrgið var í höndum Guðmundar. Þar sem allt var í heljarböndum brenglaðrar ofsatrúar, blekkinga, misnotkunar og þjófnaðar. Fólk er að krefjast þess að lokinu verði lyft almennilega af þessari rotþró og ræst fram."
Þetta er eflaust satt og rétt en af hverju sagði þessi maður þá ekkert fyrir um hrunið? Var hann ekki í fullri vinnu við (rannsóknar)blaðamennsku. Mun það að breyta einhverju ef hann segir okkur eitthvað um það núna? Snýst eitthvað til baka við það? Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á einskisnýtum skyndilausnum, hverju nafni sem þær nefnast. Þær virðast koma fram hver af annarri, þar sem hinar fyrri virkuðu ekki, almenningi til hugarhægðar. Það er einkennilegur andskoti ef eingöngu eru bara til þessir tveir menn hér til að upplýsa um hrunið. Hvað eru þá allir hinir að gera?


Fíflin aftur á kreik.

Einhverjir hafa verið að flækjast upp í þessa vinnupalla annars slagið. Helst hafa það verið guttar á fylleríi með þennan fíflagang.Og á fylleríi þykjast menn mega og geta allt. En nú voru það fíflin sem vöknuðu snemma og príluðu upp með borða með orðfæri sem sæmir fíflum. Þau þykjast líka geta og mega allt.  Ef það á að bjarga Íslandi fyrir svona fífl þá er illa fyrir okkur komið.


mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ná sambandi.

Það tekur innan við fimm stundir að ná í einhvern af þessu gæjum. En bara þegar þeir vilja leiðrétta ósvífnar lygar um sig.
mbl.is Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesturbæjarlaugin.

Krökkunum mínum þykir gaman að ruglast á milli sundlauga í bænum. Nú erum við búin að fara í þrígang í Vesturbæjarlaugina og enn hef ég ekki séð Björk.        Heppinn.

Gaggalagú.

Rakst á þetta á You tube. Þetta minnir svolítið á laugardagsfundina á Austurvelli fyrrum.

 


Fíflin komin á kreik.

Þá eru skemmdarvargarnir komnir í gang aftur. Í  umboði hvers standa þeir fyrir eignaspjöllum á eigum annarra? Bjánar. Er hægt að fá að vita hverjir þetta eru svo maður geti í skjóli nætur skemmt eitthvað hjá þessu pakki vegna þess að það meðsekt um stórfelld eignaspjöll? Ég þarf þess reyndar ekki, því ekki vil ég vera eins og þetta siðblinda skítapakk.
mbl.is Lokuðu skrifstofum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning?

Ég sé að Páll Baldvin sækir um eins og nokkrir aðrir minni spámenn. Það væri tilbreyting að fá Pál, mann með vit þarna inn, mann sem er ekki uppskafinn leikari og hefur frekar verið gagnrýnismegin við leikaraelítuna. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að leikari geti séð um rekstur þó hann geti lært "að vera eða ekki vera" utanbókar. Og alls ekki er það á færi fyrrverandi ráðherra eða einhverra leikstjóra. Þetta er og á að vera "bissness".
mbl.is Tíu sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikindi.

Það var víst einhver sýning hér á svona kvikindum um helgina. Hún var víst um eitthver önnur en þau ljótustu. Þrátt fyrir að vera orðinn rúmlega fertugur, þá hef ég ekki enn séð fallegan hund. Reyndar ekki ljótan heldur. Þetta eru bara hundar, þ.e. dýr. En þeir sem ég hef séð eru afskaplega leiðinleg kvikindi, másandi, slefandi og illa lyktandi. Þefandi og skítandi úti um allt. Má ég þá frekar biðja um kött, þeir eru gáfaðir.
mbl.is Ljótustu hundar í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt sinn verða allir menn að deyja...

Nú er ég hættur að reykja og lifi nokkuð reglusömu lífi. Samkvæmt fjölskyldusögu er ekki hætta á því að ég verði elstur allra. Og ekki  myndi mig langa til þess, því þessir öldungar eru sí og æ að deyja. Elsti Evrópubúinn látinn,elst karl í heimi látinn,elsti maður í Japan látinn. Þetta er ekki sérlega eftirsóknarvert.
mbl.is Elsti Evrópubúinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði.

Þó Michael Jackson hafi ekki verið á mínu áhugasviði þá gerði hann margt gott í tónlistarsköpun sinni sem á eftir að lifa. En ósköp held ég að þar hafi farið lánlaus maður.
mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband