16.1.2007 | 21:42
Byrjun
Gúmoren.
Þetta er víst málið, að blogga. Það virðist enginn maður með mönnum nema að hann bloggi.Hér geysast fram menn úr öllum áttum, háir og lágir og sýnist mér að nóg sé að eiga tölvu og kunna á lyklaborðið.Hef ég verið að skoða þetta undanfarið eilítið og finnst mér vel um. Eigi býst ég við að þessi orð verði lesin af svo mörgum, svo sem blogg meiri spámanna. En það gildir einu mín vegna. Hér er ýmislegt að huga að, eins og útlit síðu,innsetning mynda og fleira. En það bíður allt betri tíma,því það er eins með þetta og annað, það þarf að læra að fara hér um.
En hér virðist vera hægt að skrifa um það sem manni dettur í hug. Nú þarf ég ekki að hringja lengur á Sögu í kellingavælsþáttinn og gráta þar örlög mín og smjatta á óförum annarra. Ég get skrifað um mig, kunningja mína, mótorhjólið og líklega hvað sem mér dettur í hug. Eins og t.d. arkarkjánann sem byrjaður er að blogga um að allir sem eru ekki á móti virkjunum séu með dollaramerki í augum. Ég er nú ekki á móti virkjunum en ég er bara með augasteina og gleraugu þar fyrir utan. En ég ætla ekki að skrifa neitt um það núna.
P.S. Ég var að spá í þessar flugvélar, Cessena,Fokker, Boeing og hvað þær heita nú allar. Eru þær ekki að mestu úr áli?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.