19.1.2007 | 12:24
Helreiðin
Helreiðin.
Ég keyri tuttugu km. á morgnana til vinnu. Fyrst úr Breiðholti út á Granda og svo í vesturbæ Kópavogs.
Og á hverjum morgni er þetta barátta við fólk sem er ekki alveg með hugann við akstur eða hreinlega ekki vaknað. Ek ég sem leið liggur niður Breiðholtsbraut og þá byrjar ballið. Flestir sem beygja til hægri niður á Reykjanesbraut nota vinstri akrein. Svo halda þeir áfram, hægt, á vinstri akrein alla leið vesturúr af því þeir ætla að beygja til vinstri upp Ægisgötu. Þar sem mér leiðist hjarðmenning, ek ég í flestum tilvikum hraðar en aðrir og því þvælast þessir bjálfar fyrir mér og reyndar eru þetta flesta morgna sama fólkið. Ekki er ég í tímaþröng á þessum tíma en finnst sjálfskipaðir hraðahemlar ekki til bóta í umferðinni. Nota ég óspart lýsingarorð eins og t.d. "fíbbl", kelling og fæ eflaust "ökuníðingur" í bakið þegar ég loks kemst framúr. Ég vil nú ekki kannast við að ég sé ökuníðingur þó að ég keyri stundum hraðar en aðrir. En ég er með hliðar- og baksýnisspegla og nota þá sem og stefnuljós og þvælist ekki fyrir öðrum sem vilja keyra hraðar en ég. Ég þakka mínum sæla að ég er ekki á ferðinni á milli 8 og 9.
Það er líklega rétt hjá lögganum sem sagði eitthvað á þessa leið: það eru ökumenn sjálfir sem eru valdir að umferðartöfum. Skarplega athugað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.