Ekki búið enn

 

Gúmoren.

Ísland vann Frakkland í handboltaleik.

 Hann er kominn aftur, þjóðarrembingurinn. Ég ætlaði að kíkja á síðustu mínútur leiksins í gærkvöldi og stillti RUV. Var ekki alveg klár á tímanum og sá þegar ég kveikti að liðnar voru 45 mínútur af leiknum. Alveg að verða búið, kannski er framlenging um eina eða tvær mín. Ég er ekki alveg klár á tímalengd svona leikja. 10 marka munur okkur í hag, ekki slæmt. Ég horfði um stund og þegar 48 mín. eru liðnar þá áttaði ég mig á að þetta var leikur sem tekur 60 mínútur. Ég skipti um rás og ákvað að líta síðar á lokamínútur. Boltaíþróttir eru nefnilega ekki merkilegar að mínu mati. Mér hefur alltaf þótt múgsefjun leiðinleg. En ég skipti yfir aftur og enn voru "strákarnir okkar" yfir og útséð um að maður fengi afsökunarfyrirsagnir í blöðum í dag. Mitt íslenska hjarta, fullt af stolti, sló í takt við hjörtu áhorfenda, sem sungu hið þjóðlega:OLE, OLE, OLE, OLE. Ég hef reyndar aldrei skilið hvað vinsæl norsk og dönsk mannanöfn hafa með hvatningu á boltaleikjum að gera. Ég heyrði þetta ÓLE fyrst á nautaati á Mallorka árið 1967, en það var út af einhverju öðru. Eins finnst mér gaman að heyra kraftmikla hvatningu eins og: "og koma svo ". En ég bara veit ekki hvert á að koma, enda er ég ekki boltaaðdáandi. En "strákarnir okkar" unnu og slá fréttir af því á annað nöldur, sem ofarlega hefur verið á baugi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband