Múgæði

 

Gúmoren.

Mikill andskotans fýlupúki getur maður verið.

 Ég hef verið að hitta fólk síðan þessi leikur við Frakka var í fyrradag. "Hvernig fannst þér leikurinn ?" er spurningin. Það er ekki spurt "sástu leikinn?". Heldur er gengið út frá því að allir horfi á handboltaleik sem engu máli skiptir. Ég hef ekki getað séð í gegnum tíðina að tap eða sigur í boltaleik skipti einhverju máli. Nema fyrir leikmenn sjálfa og þá í sambandi við laun, því þetta er jú þeirra vinna og standi þeir sig vel þá skiptir það máli. En fyrir aðra hefur þetta ekkert segja. Fyrir mér er þetta múgæði, sem virðist geta breytt dagfarsprúðu fólki í hálfgerða kjána eins og mátti sjá á Stöð 2 í gærkvöldi. Múgæði hefur fylgt okkur alla tíð og skapast um menn og atburði eins og sagan sýnir : Mussolini, Hitler, Chaves, og hérlendis: peningasöfnun, einu nafni nefnd: "Við erum svo góð", Ómar, handbolti og fleira. Ef að fólk vill gera sig opinberlega að kjánum þá er það mér að meinalausu. Ég ætla að vera fýlupúki áfram.

 

 

sjá:

http://orkovan.blog.is/blog/orkovan/?nc=1#entry-107459


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband