Piff...

Íslensku tónlistarfólki hefur farið best að halda sig við það sem það kann og er svo í þessu tilviki einnig. Og þegja nema heima hjá sér, þá verður það ekki sjálfum sér og sínum til skammar.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Yngvi: Þú ert allt annað en töffari., hvað þá mótorhjólatöffariöffari.

Vegna þess, að það er allt annað en töff að vilja selja náttúruauðlindir Íslands í hendur erlendra fyrirtækja eða fyrirtækja yfir höfuð. Náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í eigu Íslenskrar þjóðar og tekjur af þeim eiga að renna til hennar.

Það er mín skoðun að þú hafir orðið þér til skammar með þessari bloggfærslu, a.m.k undirstrikað að þú ert fífl.

smg, 19.7.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekkert að því að mótmæla þessu Yngvi og mér finnst til dæmis há alvaralegt að það sé hægt að selja Auðlindir okkar svona eins og búið er að gera í þessu tilfelli, en þér finnst það kannski bara allt í lagi. Hver sá sem mótmælir þessu finnst mér ekki aðalmálið heldur gott að þessu sé mótmælt. það er málstaðurinn sem er verið að mótmæla.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.7.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óttalega eru þeir hjákátlegir Yngvi, þessir tappar sem telja að allir sem hafa aðra skoðun en þeir sjálfir séu fífl og þurfi að leita sér lækninga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2010 kl. 01:41

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég stend við það sem ég skrifaði og vil meina að stúlkukindin hafi látið nota sig sem svo margir aðrir frægir eru notaðir til framdráttar einhverjum málstað. Að vera frægur tónlistarmaður gefur ekki gáfur til að vita um allt en það er fullt af ófrægu fólki sem kann að nota sér það. Einhverjir vitleysingar fundu út að Paul McCartney borðaði bara gras og sáu sér leik á borði og báðu hann um stuðning gegn hvalveiðum. Ég læt mér ekki detta eitt augnablik í hug að hann hafi hundsvit þar um en hann er fínn tónlistarmaður. 

 En gaman finnst mér þegar ónefndir kjánar og aðrir rísa upp "goðum " sínum til varnar og láta mig, á greinargóðu og kjarnyrtu máli, finna til vanmáttar míns.

Þetta er bara svona, Axel.

Yngvi Högnason, 20.7.2010 kl. 13:18

5 Smámynd: smg

Sem vanmáttugur kjáni getur þú í það minnsta hætt að vera fífl. T.d með því að endurskoða afstöðu þína til eignarhalds og ráðstöfunar náttúruauðlinda sem til heyra Íslensku þjóðinni.

smg, 28.7.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband