Snjórinn

 

Gúmoren.

Ég varð dálítið pirraður þegar ég leit út í morgun. Hvítt yfir öllu, reyndar bara föl. "Það verður ekki mikið hjólað á næstunni" hugsaði ég. Það er búið að vera allsendis ómögulegt að taka smárúnt það sem af er ári. Það er nefnilega eitt af því sem er nauðsynlegt í þessu lífi, smárúntur á hjólinu annarslagið. Þar sem ég er í mótorhjólaklúbbi, þá sé ég ýmsar birtingarmyndir svona pirrings út af veðrinu hjá félögunum þannig að ég er ekki einn um þetta. En þar sem ég var að fara að vinna og vera innanum fólk, þá dugði ekkert að vera fúll lengur og bara sætta sig við að þetta fylgir því að  búa á þessu leiðindaskeri. Ég er yfirleitt dagfarsprúður og slampast í gegnum lífið nokkuð glaður. Þess vegna gæti ég aldrei verið vinstri grænn eða samskonar framfarahemill. Mér sýnist það fólk nefnilega alltaf vera hálfpirrað. Ég væri það líka ef að ég æti sellerí í annaðhvert mál eins og þingfrænka systra minna, sem býr í vesturbænum.Reyndar býr mikið af þessum framfarahemlum þarna niðurfrá í 101 og -7. þar er í flestum tilvikum bara útsýni í næsta hjall og þessvegna er þetta fólk svona sípirrað og skammsýnt.Þar hefur það búið megnið af sinni tíð og stærir sig stundum af því að þurfa aldrei að fara út fyrir svæðið. Þess vegna er það heimskt(flettið orðinu upp ef þið skiljið það ekki). Mikið rosalega er ég feginn að hafa verið bara pirraður út af snjónum, ég hefði orðið ennþá súrari ef að ég hefði vaknað sem vinstri grænn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega er ég treg, kannast ekki við neina þingfrænku og ef ég ætti eina slíka hlyti hún þá ekki að vera frænka þín líka?...spyr bara eins og fávís kona!!

A.H. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband