Rakinn dóni.

Það er ekki oft ýtt á lyklaborð hér núorðið en nú þarf.
Finnst einhverjum í lagi að svona krónusuga af almannafé skuli á Alþingi vera kallaður háttvirtur, ef honum dettur í hug að stíga í pontu? Heldur hann og hans líkar að Alþingi sé einhver leikvöllur fyrir orðhaga menn til að tala þar sem óuppdregnir og illa til hafðir dónar á næsta bar? Hvorki mér né öðrum kemur við hvað þessi durgur hugsar en hann er alþingismaður og opinber styrkþegi, gleypinn á almanna fé. Ég krefst þess að hann sé kurteis.
Samkvæmt orðabók menningarsjóðs þá þýðir kurteisi, hógværð, hæverska eða siðprýði. Þessi maður hefur ekkert af þessu en önnur orð í hinni mætu bók eiga betur við hann; hroki, sjálfsálit(misskilið)eða óráð.
mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahhaah, þetta er mesta snilldarorð sem ég hef séð um Þráinn listamannaspíruógeð, krónusuga.....hahahah, hér eftir mun ég aðeins tengja Þráinn Bertels við Krónusugu :)

Halli (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 15:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já fyrir mér þá er hann hrokafullur karl sem væri betur geymdur heima hjá sér en á Alþingi...

Það er með ólíkindum að einhver skuli hafa kosið hann...

Hann er það sem kallast með réttu skósleikja...

Hann flakkar á milli flokka og sleikir þá skó hverju sinni sem gefa mest...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 18:11

3 Smámynd: corvus corax

Maðurinn er náttúrlega illa gefinn og sjálfhverfur.

corvus corax, 10.5.2011 kl. 09:20

4 Smámynd: Anna Guðný

Það er með ólíkindum að sumu fólki skuli finnast í lagi að tala svona. Við hin vitum svo sem að þetta hefur ekkert að gera með þann sem talað er um, heldur bara innrætið í þeim sem talar.

Anna Guðný , 10.5.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband