Bjór í beinni.

 

Það var einhver gutti að prófa ökuhermi í Kastljósinu áðan. Hann byrjaði bláedrú og drakk að ég held 5 bjóra á meðan á tilrauninni stóð. Sást strax á öðrum bjór hvað einbeitning og viðbragð þvarr. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað það er mikið magn af áfengi í einum bjór. Það er jafngildi tvöfalds vodka þar. Mér fannst það gott hjá guttanum að koma og sýna sig alþjóð, vonandi sér og öðrum til viðvörunar, hvernig athyglisgáfan þverr eftir því sem meira er drukkið. Eitthvað sem allir vita en margir afneita. Það var líka gaman að sjá að guttinn (Andri Freyr) týndi líka íslenskunni eftir því sem á leið. Hann verður lukkulegur þegar hann sér upptöku af þættinum.

Ég var að spá í þessa 30 til 40 sem eru teknir vikulega fyrir ölvun við akstur. Þ.e. hvernig þeir ferðast um? Ekki virðist fjölga í Strætó.

 

Steinn úr glerhúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var góður þáttur.Hugsa að þessir 30=40 manns aki próflausir en vonndi ekki fullir. kveðja LR

Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband