20.2.2007 | 21:40
Sprengidagur
Gúmoren.
Ég er yfirleitt vel haldinn . Konan sem ég bý með hugsar vel um mig. Það er ekki reynt að troða einhverju í mig sem á að vera gott heilsunnar vegna eða mig langar ekki í.Hjá mér er yfirleitt tvíréttað, annars vegar t.d. makríll,soðnir svínaskankar,ampalaja,pansett,lumpia,fullt af grænmeti og hrísgrjón með öllu.Hins vegar fyrir mig. Kótilettur og svið eru ofarlega á mínum vinsældarlista ásamt góðum borgara og reyktu svínakjöti. Egg og beikon er líka gott í bland við flestan íslenskan mat. Og ekki þarf mín vegna að prófa einhvað"nýtt og spennandi".Austurlenskt , thai, kínverskt eða hvað þetta dót heitir nú. Ég er til dæmis ekki gefinn fyrir "brauð fátæka mannsins"þ.e.hrísgrjón, flest soðið grænmeti og annað í þeim dúr.Eins og ég sá einhvers staðar, "að ef Guð .vildi að við værum grænmetisætur þá væru dýrin ekki að mestu leyti kjöt". Ég vil bara fá mitt bras og engar refjar.Í árdaga þessarar sambúðar þá borðaði ég flest af því sem á borð var borið og setti ekki útá matseldina. Enda kurteis drengur. En eftir því sem á leið, sá hún að af sumu var minna borðað en öðru og er ég núna búinn að sortera frá þetta drasl sem mér finnst ekki gott með því að fá endurtekið lystarleysi þegar sumir réttir voru á borðum. Án nöldurs. Fæ ég því í dag að borða það sem ég vil og ís á eftir. Heldur hún í íslenskar hefðir fyrir mig eftir tilefnum þó smá tíma hafi hún þurft til að læra að hluta íslenska matseld. Saltkjöt á nefnilega ekki að steikja í raspi eins og kótilettur,bera fram með frönskum og salati,það veit hún í dag.
En saltkjötið í kvöld var fínt.
Athugasemdir
Já
Björn Benediktsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:17
Það er nú eins gott að þú komir þessum grillum ekki inn í höfuðið á karlpeningnum á mínu heimili, hann skal læra að borða grænmeti og ekkert múður. Einnig er ís ekki hversdags eftirréttur, þó að svona gamlir karlar fái sætindi eftir matinn svo þeir sofni fyrr...
Dóttirin (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:43
Allt fyrir þig.
Brasað heitt,feitt og sveitt.hljómar vel.Þjónustan fyrsta flokks..Það mætti alveg vera svona á mínu heimili,ætli maður fái sér ekki bara MANN í verkið.
Rannveig (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.