25.2.2007 | 10:50
Sunnudagur
Gúmoren.
Sunnudagsmorgun og veðrið hið besta en frekar kalt. Það var góður dagur í gær og fullt af hjólum á götunni. Hittust menn, margir niður á Grensásvegi í umboði Harleys, spjölluðu og litu á hjól. Komu menn víða að og var ekki laust við að vortilfinning væri komin í menn enda vorið á næsta leiti.
Ég sé nú ekki Spaugstofuna á útsendingartíma en skoða stundum á netinu síðar. Sá ég atriði þar núna sem ég kannast vel við. Örn Árna leikur þar vininn sem passar að allt fari vel í partíinu. "Jonni minn, ertu að drekka"?
Ég á fullt af kunningjum sem láta svona, vissir um að ég sé eini maðurinn sem hef drukkið til vansa. Þegar partí þar sem vín er haft um hönd þá stoppa ég yfirleitt ekki það lengi að ég sjái seinnipartinn en ég man hvernig hann var. Þeir sem að eigin mati drekka sér án skaða, sitja sem lengst,sumir kjassa kerlingar sem þeir eiga ekki, aðrir deyja úti í horni og enn aðrir gubba á gólfið. En allir passa þeir að ég lendi ekki í vandræðum og benda mér sem oftast á hvernig ég var og það án þess að hafa þekkt mig þá.
Það er gott að eiga góða að.
Athugasemdir
Ég meinti ekkert illt með þessu....elsku karlinn minn
Björn Benediktsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:21
Mér finnst þetta góð færsla,ætli að það sé ekki komin tími á að maður hætti að horfa til hægri og vinstri og horfi á sitt eigið .
Rannveig (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.