1.3.2007 | 12:03
Aðhald?
Gúmoren.
Smá áfall um daginn. Ég fór í leðurgallann og ætlaði út að hjóla en var í einhverjum vandræðum með að hneppa buxunum. Hélt fyrst að þetta væri vegna þess að leðrið hefði þornað og skroppið saman útaf notkunarleysi en sá fljótt að svo var ekki. Náði samt að hneppa og fór í jakkann líka og setti svo hjálminn á. Þegar svo var komið þá sá ég sjálfan mig í spegli og þar leit ég út eins og lítill "lollipop"með tvær kúlur að ofan. Ekki var þetta fögur sjón en gekk því maður situr á hjólinu.
Þannig að í dag er komið að aðhaldi í munnlegum vellystingum. Ákvað ég að taka á þessu strax, fór í Bónus og keypti poka af gulrótum og fimm klementínur. Gekk snúðugt framhjá nammirekkanum og lét sem ég sæi ekki súkkulaðirúsínurnar sem kölluðu á mig. En þegar komið er að svona heftingu, verður maður að láta sér á móti. Nú er ekki lengur ís á hverju kvöldi né heldur nokkrir konfektmolar. Flögurnar ídýfulausar og bara lítið af kokteilsósu með frönskunum. Bara eitt glas af mjólk með matnum og gos eingöngu um helgar. Í gærkvöldi var soðið blómkál sem meðlæti, ekki svo slæmt, og ég fann hvernig buxurnar víkkuðu. En betur má ef duga skal og er ég alvarlega að spá í að fara að synda aftur en verð samt að passa mig vel, sérstaklega varðandi fráhvarfseinkenni út af minnkandi sykurneyslu. Þess vegna ætla ég að klára það nammi sem til er heima, reyndar hægar en tilstóð og passa uppá að ekki sé keypt meira fyrr en síðar. Ég er reyndar með hálft kíló af rúsínum í bílnum en það veit enginn af því og enginn sér.
En ég veit að ég er staðfastur og get minnkað mittismálið snarlega. Gæti þessvegna farið fljótlega að auglýsa boxer og gallabuxur fyrir Dressmann.
Ég er langflottastur.
Athugasemdir
Afneitun og meiri afneitun!!! Að borða rúsínur þegar engin sér til OMG í hvaða prógramme ert þú ?Einhverju sem hentar mér greinilega.
Rannveig (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 12:41
Endilega benda þér á mogga blogg Prakkarinn.Það er 'Isfirðingurinn Jón Steinar Ragnarsson þeir eru bræðrasynir hann og Siggi Gríms held ég þetta er alveg snildarblogg kv R
Rannveig (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.