Blogg

 

Gúmoren.

   Það hefur ekki verið bloggað hér í eina viku. Sem er í sjálfu sér allt í lagi.Blogg er ekki dagblað og þarf ekki að koma á hverjum degi.Stundum gleymi ég að blogga vegna þess að það tekur svo langan tíma að lesa annara blogg. Reyndar er það misgáfulegt eins og það er margt og ekki er þetta best í þeim efnum.

   En það er merkilegt að sjá, hvað margir halda að þingmenn og gjörðir þeirra séu það sem skrifandi er um. Þingmenn eru að vísu fólk en ekki það merkilegt fólk að svo til eingöngu sé um það  hér skrifað. Það er langt síðan ég hætti að bera virðingu fyrir alþingismönnum, sérlega þó þeim sem hafa verið kallaðir afturhaldsseggir og framfarahemlar. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem á stundum hagar sér kjánalega,opinberlega. Og hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki, sem aldrei hefur lagt neitt undir og alla sína ævi,nema kannski á skólaárum, unnið hjá ríki eða bæ. Alla tíð verið með sitt á þurru og engu hætt. Þeir eru ekki margir þarna niðri á þingi, sem koma úr atvinnulífinu. Það þarf ekki að vera að einhver sé góður þingmaður þótt hann hafi verið íþróttafréttamaður, fréttaþulur eða með munnræpu í útvarpi. Og ekki verður maður endilega góður þingmaður þó að úr háskóla komi, ekki er allt gáfulegt er þaðan kemur sbr. tildæmis titlana og bloggskrif að undanförnu. Þeir, sem væru hæfastir sem alþingismenn gefa einhverra hluta ekki kost á sér.

    En hverjum og einum  er víst frjálst að skrifa hér sem hann lystir, hvað sem verður ef afturhaldsseggir ná hér völdum að vori. Skyldi maður þá þurfa að fara í Ritskoðun Ríkisins og fá græna stimpilinn á bloggið áður en eitthvað er birt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    ER MINN AÐ KASTA ÚT RUSLI  !!??

Ekki veit ég hverjir eru afturhaldsseggir eður ei,og það er örugglega mat hvers og eins hvar framfarir liggja.Mér hefur altaf þótt ég taka þátt í atvinnulífi þó ég hafi unnið hjá ríki og borg síðan elstu menn muna,en sjaldnast haft allt mitt á þurru.Merkilegt með þessa Háskólabloggara sem hafa skandaleserað sem betur fer ekki nema tvö af níuþúsund manna samfélagi,annar prófisor í stjórnmálafræði og hún doktor í fjölmiðlafræði (var)og bæði kend við íhaldið :) kveðja.

ps.IGS kemur altaf aftur,það ætti kanski að senda hana í veikindafrí.svo er SJS búin með sitt v,,frí.Nú er mín búin að kasta sínu rusli.

Rannveig (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband