Römm er sú taug....

 

Gúmoren.

Ég fékk bréf að vestan um daginn. Þar var boðað til endurfunda í maí, vegna þess að um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan séra Sigurður Kristjánsson kom mér og mínum jafnöldrum þar í kristinna manna tölu. Svona endurfundir hafa verið þarna áður og var síðast fyrir sjö árum. Fór ég þá og skemmti mér ágætlega en var dálítið annarshugar allan tímann og man því ekki glöggt alla atburði. En nú skal úr því bætt og ætla ég að skreppa vestur og endurnýja kynnin áður en allt þetta fólk verður of gamalt.

  Eflaust verður skrýtið að flækjast um með eldri borgurum á fornum slóðum, kíkja á skólana, þ.e. ef að þeir voru ekki skoðaðir síðast og fleira markvert. Margt er orðið breytt og þarf maður eflaust leiðsögn um plássið. Ég rata nú samt um Hafnarstrætið enn. Einhverja óvissuferð á víst að fara og veit ég ekki hvernig margt af þessu eldra fólki bregst við ef eitthvað óvænt gerist. En ég verð bara á vaktinni og fylgist vel með , ég er svo vanur að umgangast eldra fólk.

   Ég ætla bara að vona að ég þekki alla, því það er ótrúlegt hvað sumir geta breyst með árunum, orðið afar og ömmur og allt. Ég lít þó alltaf eins út, hef ekki stækkað neitt né breyst annan hátt....... segir spegillinn.

Jamm, ég mæti á svæðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu að ég bæti úr þessu afaleysi hjá þér fyrir endurfundina? Láttu vita sem fyrst þar sem knappur tími er til stefnu... Get svo sem líka beðið bróðurinn um að skjóta voðaskoti ef þér líkar það betur...

Einkadóttirin (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband