Little big man?

 

Gúmoren.

Ég hringdi í kunningja minn í morgun. Við spjölluðum stundarkorn  um daginn og veginn ,mótorhjól og þessháttar. Ég hef alltaf gaman að miðla visku minni í þeim málum og geri það eftir bestu getu. Ég var einmitt að útskýra fyrir honum muninn á þrígengis- og fjórgengisvél þegar hann spyr allt í einu: Heyrðu, á ég ekki að bjóða þér í kjötsúpu úti á Granda í hádeginu?" Ég varð hálfklumsa, því aldrei þessu vant var ég önnum kafinn og komst ekki og  allsendis óvanur því að karlmaður bjóði mér út. " Ég þakka gott boð" sagði ég " en ég kemst illa frá núna". "Það er í lagi" sagði hann, "þú ert lítill kjötsúpumaður".  " Ha, ég?, nei, mér finnst kjötsúpa mjög góð og er meira að segja í kjötsúpuklúbbi" sagði ég og bar mig mannalega.  " Þú ert lítill kjötsúpumaður" endurtók hann. Ég var nú ekkert hrifinn af þessu tali og mótmælti þegar ég skildi hvað hann var að meina og sagði að ef ég færi á mannamóti með sambýliskonunni, þá gnæfi ég þar yfir flesta. Einnig benti ég réttilega á að ég er að meðalhæð karlmanna á Íslandi, reyndar eins og hún var 1920, þó að ártalið skipti ekki öllu máli. Þetta þóttu honum líltivæg rök og slitum við talinu. Eins og gefur að skilja, þá var ég í mikilli geðshræringu eftir þetta og ákvað að gera eitthvað í þessu, athuga loksins með þetta sjúkrahús í Rússlandi,eins og ég hef lengi ætlað, hvort það væri ennþá til.

En á meðan, þá ætla ég að hanga á hurðinni,þ.e. ef ég fæ einhvern til að lyfta mér þangað upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skildi bara ekki bofs í þessu. Held að ég skilji þig minna og minna með hverjum deginum...

Ingó (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband