31.3.2007 | 23:21
Hýri Hafnarfjörður?
Niðurstaða fengin og kannski ekki gáfuleg, múgsefjun er það aldrei. Nú fara líklega andstæðingar álvers, sem vilja "hreinan og fallegan bæ" upp á hraun eða suður í helluhverfi og skoða hin fallegu og hreinu iðnaðarhverfi, sem eru forsmekkur af "hinu" sem koma skal í stað álversstækkunar.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta mál er sorglegt frá a-ö. Sorglegast er og óábyrgast af Bæjarstjórn að hleypa því í þennan farveg. Þora ekki að standa við fyrri ákvarðanir sínar. Ég sé heldur ekki að þetta sé einkamál Hafnfirðinga.
Vilborg Traustadóttir, 31.3.2007 kl. 23:24
Það eina jákvæða við þessa niðurstöðu er að líklega mun Samfylkingin kolfalla í kjölfarið enda hefur stjórn flokksins svikið þúsundir manna með þessum skrípaleik sínum. Þetta mál og húsnæðismálin fyrir erlent vinnuafl ættu að tryggja fráfall núverandi meirihluta Hafnarfjarðarbæjar það er ef minnihlutinn nýtir sér tækifærið.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:35
Ég tek undir með þessu fólki þetta er ekkert annað en skrípaleikur, Lúlli bakari er búinn að kjósa tvisvar um þetta mál sjálfur þ.e. fyrst sem bæjarfulltrúi og síðan aftur sem bæjarbúi bara það eitt er hreinn skrípaleikur.
Kv Björn Ben.
Björn Benediktsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.