Bloggið.

 

Gúmoren.

Ég hef verið að spá dálítið í þetta blog.  Hverjir skrifa og um hvað þeir skrifa. Ekki hef ég tíma til að lesa þetta allt enda misjafnt að gæðum og ekki alltaf það mest sótta, það besta aflestrar. Sumir skrifa um pólitík og aðrir um eitthvað sem er merkilegra, einni finnst gaman að skrifa um hve margar konur eru hjá Agli í silfrinu og kann hún að telja. Sumt af þessu er læsilegt eins og t.d. Önnu K. sem er gagnorð þó ekki sé ég alltaf  sammála henni. Einnig kemur hann sterkur inn frá Reykhólum enda vanur að vestan. Fleiri koma vel inn og þá helst þeir sem skrifa lítið um pólitík. Skrif í þá áttina eru oftast leiðigjörn,því hvorki menn né málefni í pólitík eru skemmtileg. Auk þess er í þeim skrifum ætíð leppur fyrir öðru auga, annað hvort því hægra eða vinstra. Það er afskaplega þreytandi þegar menn halda að þeir leysi stjórmálavanda Íslands með blogskrifum.

  Einnig finnst mér gaman að sjá hvað margir heimsækja hin og þessi blog og virðist ekki vera nein regla önnur en sú að vera tengdur sem víðast til að vera lesinn. Að vísu þýðir lítið fyrir einhverja bullukolla að búast við aðsókn á sína síðu, eitthvað verður víst að vera bitastætt þar. Sá sem hefur upp á síðkastið verið með mest sótta bloggið er "gettu Betty Crocker" kallinn með allt að sex þúsund innlit á dag. Er það vel því þar eru skrif frekar um daglegt líf en annað og húmorinn í lagi. Aðrir skora heldur minna.

  Ég er nú bara nokkuð ánægður með mína tíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband