Páskaegg.

 

Gúmoren.

   Þegar ég bjó með konu barnanna minna var ýmislegt gert sér til dundurs fyrir börnin. Þar á meðal var fyrir páskadag, að páskaegg voru falin og gekk misvel hjá börnunum að finna þau. Fór það oft eftir því hver faldi eggin hve fljótlegt var að finna þau. Ég var nokkuð lunkinn við að fela og endaði leit oft með gráti og gnístran tanna þegar einhver unginn fann ekki sitt. Þurfti þá að bregða fyrir sig leiknum:kaldur-heitur og gekk þá fljótt að finna. Þessi siður aflagðist hjá mér að mestu fyrir nokkru en hef ég þó þurft að fela eitt skipti eða tvö fyrir þann yngsta er hann hefur verið hjá mér um páska og hefur endað þá með heitu eða köldu.

   Þessa páska var enginn feluleikur heima hjá mér en börnin fengu páskaegg engu að síður. Dóttirin hefur eflaust fengið ástmögur sinn til að fela en sá yngsti var í sumarhöll með móður sinni þar sem eflaust hefur verið falið fyrir hann.  Eldri sonurinn var einn heima hjá sér og enginn til að fela fyrir hann. En þar sem ég vissi að hann hefur gaman að páskaeggjaleit, þá sagði ég honum er ég afhenti honum eggið á laugardaginn hvar hann ætti að fela það. Ég vissi nefnilega af góðum stað sem ég hafði ekki notað þegar ég bjó þar. Gekk þetta allt eftir og vissi ég ekki betur en að hann hefði farið til leitar í dagrenningu í gær. Lengi dags í gær var ég að sinna mínum málum og heyrði ekki frá honum en sá yngri hringdi um hádegisbil með páskakveðju.

Það var undir kvöld er ég sat og beið eftir fólki í mat að síminn hringdi og sagt var brostinni röddu: "Ég finn ekki páskaeggið".

Jamm, ég veit um bestu staðina til að fela á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna....var hún þá kona barnanna eftir allt saman!! En það hafa ekki allir sama smekk sagði kallinn þegar hann kyssti kúna!!

AH (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Þegar hugsað er til baka um góða tíð þá kemst maður í uppnám og er kannski ekki nema von að hugur og hönd starfi ekki saman. En gaman samt að þú hafir tekið eftir ambögunni, ef ekki, þá hefði ég kennt þér það sem þú kannt til lítils. En þú sagðir ekkert um þessa sem var 25 mars?

Yngvi Högnason, 9.4.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband