9.5.2007 | 21:40
Eurovision og leður
Gúmoren.
Jamm, þá er þetta kosninga bull að verða búið. Bara þrír dagar eftir af innantómum loforðum, þar sem frambjóðendur bjóða mér uppá fallegt líf eins og Vottar Jehóva gera ef ég kýs þá. Ég held að ég kjósi á laugardaginn, án þess að það skipti miklu máli, á bara eftir að fá línuna frá Lóu systir eins og vanalega. Það hefur víst aldrei skipt máli hvað ég vil, hún er elst og ræður þessu.
Það var á einhverri bloggsíðunni ,skoðanakönnun um hvaða flokksformann maður vildi fá í kvöldmat. Ég valdi Adda, sem reyndar fæstir gerðu. Ég myndi að vísu ekki gefa honum atkvæði mitt en einna skástur er hann í návígi af þeim sem í boði eru. Við gætum svo tekið nokkur bobb eftir ísinn.
Það eru flestar kellingar ógurlega spenntar fyrir þessu Eurovision dóti á laugardaginn. Hann skorar drjúgt hjá þeim sá rauðhærði, enda leðurklæddur vel og á besta aldri eins og ég. Því var það, að um daginn er ég fór á mótorhjólinu í bankann,leðurklæddur og flottari en einhver Eurovision gaulari, að yfir mig þyrmdi þegar gjaldkerinn sagði: Hvað get ég gert fyrir þig , leðurstubbur?
Ég var víst ekki með þanið brjóst og sperrt stél þegar ég yfirgaf bankann eftir að hafa lagt inn fimmþúsund kallinn.
Kannski ég athugi með Landsbankann, þær kunna gott að meta þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.