Kaffi og sígó.

 

Gúmoren.

Það er kannski yfirlæti að vera að minnast á það en það eru þrjátíu dagar síðan ég reykti síðast. Það hefur margt breyst á þessum tíma og er ég farinn að geta sofið á hliðinni og er ekki með dauðahrygluna þegar ég vakna á morgnana. Þarf heldur ekki að vera alltaf klár á að eiga sígópakka eða tvo á lager. Auðvitað hefur þetta pirrað mann stundum en þetta hefst með þrjóskunni. Mér skilst að það sé bráðhollt að vera reyklaus og býst ég nú við að verða eldgamall, allt að níutíu ára. "OMG" hugsa líklega börnin mín núna og ég reyndar líka. Ef ég fer ekki að fá í happdrættinu bráðum, dágóða summu (þetta er ekki frekja), þannig að ég verði ekki á vonarvöl það sem eftir er, þá byrja ég bara að reykja aftur og drepst um sextugt eins og þessir nikotínfíklar gera. Því ekki nenni ég að vera hérna þrjátiu árum lengur en ég þarf, alltaf skítblankur.

   Það er reyndar full ástæða til að vera svartsýnn á framtíðina ef kosningarnar fara illa um helgina og fullt af fólki þ.e. ungu vinstri sinnuðu fólki, sem var ennþá á bleyjualdri þegar síðast var vinstri stjórn hér og veit þar af leiðandi ekki mikið um þá speki er þá var fylgt, kemst að með sína fáfræði. Það fylgir sínum eldri leiðtogum með glampa í tómum augum og eltir bullið í þeim eins og fólkið í Jonestown fylgdi sínum leiðtoga blint um árið, brosandi.

Ég er reyndar ekki mikið uggandi yfir þessu, því ég hef lifað af skelfingar Ólafs Ragnars, Lúðviks,Magnúsar Kjartans, Hjörleifs, Steingríms J og fleiri afturhaldsseggja hér við stjórn.  Solzhenitsyn gat þetta í sínu landi, ég líka hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband