16.5.2007 | 21:16
Á leið vestur.
Gúmoren.
Nú er ég einn heima, sem kemur nú ekki oft fyrir. Er að gera mig kláran í vesturför.Það eru endurfundir vegna fjörutíu ára fermingar afmælis Ég ætla að skella mér á hjólinu á morgun og lulla þetta í rólegheitum,ekki nema fimmhundruð km. hvora leið, ég hef nógan tíma. Það verður eflaust gaman að hitta skólafélaga aftur ,sem maður þekkti betur þegar Engelbert Humperdinck var vinsæll. Svo dúllar maður eitthvað með þeim fram á sunnudag, djamm en líklega að mestu rólegt. Þau eru orðin það gömul.
En það er aftur á móti verra hér núna með tiltekt. Konan sem býr hérna er ekki heima og ég þarf náttúrulega að gera allt sjálfur, finna hrein föt sem eru falin í einhverjum skápum eða skúffum og setja í tösku, ef ég finn einhverja. Ekki gleyma tannbursta og þ.h. Ég bara skil þetta ekki. Ég var búinn að segja henni í febrúar að ég færi vestur núna og þá er ekkert tilbúið.
Týpiskt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.