Kominn vestur

 

Gúmoren .

Þá er maður kominn á einn af afkimum heimsins. Sit hér í faðmi fjalla blárra, á gistiheimili eins og þýskur túristi í bláum sokkum.

Það gekk nú ekki andskotalaust fyrir sig að komast hingað á hjólinu. Hálka,skafrenningur og austan 10 á Steingrímsfjarðarheiði. Maður var nú ekki beint gáfulegur með hjólið rennandi til og frá og fast vegna hálku annarslagið. En þetta reddaðist án áfalla og komst ég niður á mölina og í rokið, heill. Eins og ég sagði í gær þá ætlaði ég að lulla þetta og varð það úr. Annað var ekki hægt vegna veðurs. Alls tók þetta lull rúmlega átta tíma og oft hefur maður verið sneggri. En síðan ég kom hingað er ég búinn að rúnta um og skoða plássið sem hefur tekið miklum breytingum síðan ég bjó hérna. Hitti Rúnar Þór og Örn Jóns og tóku þeir lagið fyrir mig niður í Alþýðuhúsi. Þeir ætla víst að spila hérna eitthvað um helgina.

En meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband