18.5.2007 | 17:12
Fyrir vestan
Gúmoren
Jæja, það er skítt að vera hættur að reykja. Tók daginn snemma og bara tveir voru vaknaðir í bænum þegar ég fór út í morgun. Er búinn að fara víða og gera margt í dag. Fór í Önundarfjörð í morgun, á Flateyri og Kirkjuból í Korpudal, þar sem sumrum var eytt í vinnumennsku forðum. Var tekið vel á móti mér þar af Páli og Höllu, sem reka þar nú gistiheimili yfir sumartímann. Sat þar drjúga stund við spjall.
En einkennilegt er hvað allt smækkar með árunum, þ.e. hús,dalir,vegir og fl. En vegurinn að Kirkjubóli er nú ekkert spennandi. Ekki veit ég hvað vestfirðingar eru alltaf að monta sig af vegunum sínum. Veðrið hefur verið með besta móti í dag, þrátt fyrir mikinn morgunkulda. Ég skrapp í smá snyrtingu hjá Villa Valla, hef ekki farið í klippingu í yfir þrjátíu ár, það er að segja hjá honum.
Kunningi minn hringdi í mig þegar ég var að borða í hádeginu og lýsti áhyggjum af suðurferð hjá mér. Sagði hann mér til syndanna með þetta feigðarflan, að vera að þvælast þetta á hjólinu. "Þegar þú ert búinn með súpuna, þá ferð þú niður á Flytjanda og pantar flutning á hjólinu og ferð svo heim með flugi. Það verða 25 metra sviptivindar á leiðinni og þú fýkur bara". Hann ræddi þetta með miklum þunga og þar sem ég vissi að hann er veðurglöggur maður,þá þakkaði ég góð ráð og fór að þeim. Mikið er gott að það eru til menn sem hugsa fyrir mann, þegar maður er ekki fær um það sjálfur.
En, nú er að drífa sig út og hitta eitthvað af fólki og hafa gaman af.
Athugasemdir
er internet svona lengst útí rassi ?
Sunna Hlín (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.