Ég gat það.

 

Ég fór hringinn á mótorhjólinu í gær. Ekki af því að landið sé svo fallegt eða svo margt sé að sjá. Ekki heldur til að sjá hve hratt yfir ég gæti farið. Heldur vegna þess að mig langaði að vita hvort ég gæti það.Þetta tók rúmlega átján tíma og er ekki frítt við að maður hafi verið þreyttur á eftir. Lenti í dalalæðu og þoku (ekkert að sjá)frá Sólheimum austur á Reyðarfjörð og skítakulda þar af leiðandi. Rétt við Egilsstaði birti til og sólarglenna fylgdi mér í Öxnadal. Eftir það var skýjað en þokkalega hlýtt. Ég hef fengið að heyra ýmislegt um þetta tiltæki. Tilhvers að fara í einni lotu? Og afhverju einn? Þú ert ruglaður og fleira þessháttar hef ég fengið að heyra. En það er nú bara afþví að ég er ekki eins fullkominn og þeir sem tjá sig um þetta. Kannski á maður bara að vera "normal", sitja heima og lesa Ísfólkið. Það og því um líkt þykir "normal". En þetta var skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Ég held að ég teljist seint sem "normal" þó ég lesi Ísfólkið, ég get lánað þér bók ef þú vilt...

Helga Dögg, 19.7.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband