3.8.2007 | 09:56
Jamm
Gúmoren.
Jæja, enn er maður pollrólegur yfir þessari Ameríkuferð þó að Villi og Kalli séu með nettan tremma af spenningi.Stúlkurnar og Palli taka þessu léttar. Ég vaknaði bara tvisvar í nótt, alveg rólegur,til að skoða dollarana og raða eftir númerum. Það verður lagt í hann upp úr hádeginu suðureftir og í loftið kl. 1630. Við verðum með leiðsögumann í Minneapolis þegar við verðum búin að fá hjólin á laugardag. Er það mótorhjólakappi sem ég kynntist á netinu og hringdi hann í mig í gær og sagðist vera búinn að plana eitthvað fyrir okkur.Við sjáum til þegar að því kemur, gæti verið að ég þyrfti að hitta Bush, hann verður eitthvað að þvælast þarna um helgina út af þessu brúarslysi. Kemur allt í ljós.
Farvel fúla Frón.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.