Af því bara

 

Gúmoren.

Þá er maður kominn hingað í sollinn aftur eftir Ameríkuferðina. Var búinn að blogga helling áður en heim var komið en fartölvan sem bloggað var á varð bensínlaus rétt áður en vistað var og féll mér það svo miður að ég nennti ekki að byrja aftur. En Ameríkuferðin endaði vel, án óhappa eins og að var stefnt. Og á maður eftir að sakna frábærra hjólavega og allra aðstæðna sem að Ameríka býður uppá, þar sem hægt er að hjóla á meðan orkan leyfir, ólikt því sem hér er.

   Og af því að ég er kominn í gang þá má ég til með að minnast á "skemmtun". Núna er í sjónvarpinu bein sending úr Laugardalnum frá tónleikum. Það er eitthvað sem að ég hef aldrei skilið, að horfa á einhverja misgóða tónlistarmenn flytja sín verk, bjöguð og oft í það leiðinlegum útsetningum að fólk myndi aldrei láta bjóða sér ef að á diski væri og kalla það skemmtun. En ég er ekki alvís og rekst líklega ekki eins og  hópsálir sem einfalt er að segja hvað er skemmtilegt og hvað er ekki skemmtilegt. Ég vil helst hafa eitthvað um það að segja sjálfur hvað mér finnst skemmtilegt og hvað ekki. Verð ég oft fyrir því að þykja skrýtinn af þeim sem við mig kannast. "Ha?, þykir þér ekki gaman á tónleikum (leikhúsi, sýningum of fl.þ.h.) " er spurning sem að ég fæ oft. Og þegar ég segi nei, þá er horft á mig galtómum augum og sagt:" þú ert skrýtinn" eða" þú ert einstrengingslegur" eða "þú ert sérvitur". Og svo er farið heim og öskrað á börnin, farið í fýlu við konuna eða kallinn laminn eða ullað á nágrannana. En tónleikar eru ekki skemmtun, frekar en íslenskur fótbolti.

   Jamm, það er líklega bara ég sem  er skrýtinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband