23.10.2007 | 08:50
Brennivín í búðirnar.
Ég var að spá í þetta með brennivín í búðirnar. Það er eflaust bráðnauðsynlegt að fá vín og bjór þangað inn. Sá um daginn að einhver sjoppan er tilbúin með bjór í Hollandi undir merkjum Eurodraslshopper ef að leyft verður að selja hér, það er að ég held sama sjoppan og selur ekki sígarettur af því henni er svo umhugað um viðskiptavinina, en ekki af því að ekki er hægt að þrúkka niður verð hjá ríkinu eins og hjá öðrum birgjum. Halda þeir sem eru þessu meðmæltir að þetta verði einhver framför? Þetta verður neyslustýring eins og hún verður verst, sbr. matsölustaði þar sem þér er skammtað gos og bjór frá ákveðnum fyrirtækjum sem bjóða best og skaffa kæli og þ.h. Alltaf verður það fjármagnið sem að ræður og hefur ekkert með góðsemi þeirra sem vilja koma þessu á. Er einhver svo vitlaus að halda að hægt verði að fá bjór og vín að eigin vali í búðum, nei, þar verður bara til sölu það sem búðareigendur græða mest á. Og er einhver svo vitlaus að halda að afgreiðslufólk sem má afgreiða þetta fáist, það hefur hingað til ekki legið á lausu, hvað þá fólk sem hefur vit á víni. Misnotkun á víni spilar inní þetta og mun aukast, því bjór og vín er líka alkóhól, þó að sumir haldi annað.
Athugasemdir
Rétt hjá þér.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.10.2007 kl. 09:17
Hvað er af því að venjulegt fólk geti keypt vin þar sem það verzlar! það er ekki hægt að vera alltaf með lægsta samnefnara yfir fólk.Sumir kunna aðrir ekki!
Tolli púki (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.