Neikvæður

 

Sumum finnst ég vera með tómt nöldur á þessu bloggi mínu. Það er eflaust rétt og ætla ég ekki að reyna breyta því vegna þess að það er ekki hægt að breyta upplagi sínu. Það er í eðli mínu sem íslendingur (já ég veit að það á að vera stórt Í) að vera neikvæður nöldrari og eftir því sem að ferðast er víðar og aldurinn færist yfir, þá verður maður minna heimskur og sér hvað allt er kjánalegt hér. Það er hin íslenska heimska sem gerir mann leiðan og neikvæðan.  Í hinni íslensku heimsku felast margar athafnir og gjörðir flestra hér og þar á meðal mín, þar á ég bágt vegna þess að ég er fæddur hér og ræð ekki við það þó að ég vildi. Ef að einhver veit betur en ég um gáfur og yfirburði  íslendinga umfram aðra, þá væri gott að fá athugasemd þar um.Og einnig ef að einhver er í vafa um að íslendingar séu heimskir þá bendi ég á eftirfarandi: símatíma hjá Sigurði G og Arnþrúði Karls á útvarpi Sögu, Séð og heyrt er orðið meira en tíu ára, aðsókn að mykjubloggi Ellýjar, "Stelpurnar" með neðanmittisbrandara þykja sniðugar,fólk sem kýs VG og Framsóknarflokkinn (og reyndar hina líka), bloggsíður með nöldurblogg sem þetta og jákórinn í athugasemdum sumra bloggara, hina heilögu, sem fordæma útgáfu á negrabókinni, biblíuþýðingarnöldrara, íbúa í miðbænum sem þykir fínt að búa þar sem migið er á hús og ælt í heimreiðar. Ekki þarf að fletta dagblöðum lengi heldur til að sjá hvað ég meina. Margt fleira má benda á en ég er hættur í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

neikvæður???..Þú?!? Sólargeislinn sjálfur. Ég hugsa að fólk sé að fara mannavillt á þér og einhverjum Ólafi

Ingó (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:39

2 identicon

ég bið þig bara um að fá þér prosak

og hætta þessu eilífa nöldri.þú getur þó alltaf fengið vinnu hjá vinum þínum í fréttum frá sovétríkunum.með kveðju að vestan

tolli púki (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband