Lýsi

Ég fæ mér alltaf lýsissopa eftir matinn á kvöldin og vitanlega mata ég sambýliskonuna á því líka. Hún fær eina skeið og er ekki með neitt múður en grettir sig mikið og þykir vont. Um daginn keypti hún óvart lýsi með sítrónubragði, reyndar ekki í fyrsta sinn og er það alveg skelfilegt á bragðið. Ég hef reynt að koma þessu niður en þykir ekki gott og gretti mig eftir því.En þar sem ég vil ekki henda þessu þá keypti ég venjulegt lýsi sem ég hef fyrir mig og mata hana á sítrónuglundrinu, hún grettir sig hvort sem er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband