Er ég feministi?

Þegar ég var í skóla á síðustu öld var mér kennt ýmislegt í matreiðslu og einnig meðferð á fötum og þ.h.. Og núna, 40 árum síðar skil ég ekki ennþá til hvers, fremur en þetta með lærdóminn á tölum og mengjum. Þessa kunnáttu hef ég lítið þurft að nota sem skýrist að nokkru vegna þess að ég er karlmaður og hef yfirleitt haft fólk mér nærri til að gera þessa hluti fyrir mig. Það er að vísu reyndar að miklu leyti leti að kenna að þetta er svona, en líka að þetta eru kvenmannsverk og því ekki fyrir mig. Ég er ekki að þreyta mig mikið við heimilisstörf en legg mikið á mig á átta vikna fresti. Þá sé ég um sameignina fyrir sambýliskonuna þ.e. ruslið niðri og til að byrja með var ég femínisti og ryksugaði ég þar en hef getað sannfært hana um að líkamlegt atgervi bíði þeirra er hlaupi um stiga með Nilfiskinn og hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af ryksugu síðan. En svona til að vera með í heimilishaldinu þá segi ég oft til um hvað ég vil borða þann daginn og tek þátt í innkaupum, útbýti lýsi, næ í kókið og fleira sem þarf karlmannlega vandvirkni við. Og auðvitað borða ég það sem eldað er, annars þyrfti ekki að elda. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nei, Yngvi. Ég myndi ekki segja að þú sért feministi. Bölvaður bullustampur geturðu verið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.11.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Nei,líklega er ég ekki femínisti en annað er ekki bull þarna.

Yngvi Högnason, 6.11.2007 kl. 07:40

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú ert ekki feministi. Þú ert aðskilnaðarsinni

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.11.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég er ekki hlynntur aðskilnaði, ef að svo væri, hver ætti þá að sjá um mig?

Yngvi Högnason, 8.11.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Karlmenn eru náttúrlega ekki sjálfbjarga... awww bless

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.11.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þú ert hlynntur aðskilnaðarstefnu í heimilisverkum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband