8.11.2007 | 13:58
Kvenhylli
Ég hef allaf verið mikið kvennagull og liðið bara vel með það. Eða það mætti ætla af kynnum mínum við konur því þegar þær sjá mig þá kikna þær allar í hnjáliðum. Ég hef alltaf verið ánægður með þetta en í gær var sáð fræjum vafa í huga mér. Samstarfskona mín hefur sérkennilegan húmor og sagði að þær kiknuðu ekki í hnjáliðum við að sjá mig, heldur væru þær að lækka sig til þess að heilsa mér: "Sæll litli kall".
Hvað ætli hún viti svo sem?
Athugasemdir
Þessi samstarfskona þín er kjáni svo ekki sé meira sagt...
Gulli litli, 8.11.2007 kl. 14:12
Oft má saltkjöt liggja.. eða eitthvað sem hljómaði þannig alla vega. Ferlega dónaleg þessu samstarfskona þín að vekja máls á dvergvexti þínum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.11.2007 kl. 22:45
Er þessi samstarfskona þín ekki bara einhver himnalengja?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.