Aðgát skal .....

 

Það var í morgun að ég setti inn athugasemd á blogg hjá einhverri spritthænu sem heldur að maður verði ofurgóður við það að láta renna af sér. Hún var með mikla hneykslun á sjónvarpsmynd sem var sýnd kvöldið áður og var um fanga í  Guantanamo. Það er alltaf skondið að lesa og heyra fólk, (sem allt að því gumar af neyslu fyrri daga og er búið að gleyma því þegar það hélt sjálfum sér og sínum nánustu í fangelsi sem aðstandendum og pyntaði þá andlega í sinni vímuleit) sem álítur sig vera bjargvætt í heiminum með því að hneykslast á því sem ekki er alveg að þeirra skapi. Og ef einhver dirfist að vera ekki alveg sammála þá er hann bannfærður og jákórinn tekur undir og segir skamm líka. Jamm, ég gerði þá firru að koma með tvíræða athugasemd inn á bloggsíðu án þess að vera í jákórnum. Reyndar var þetta með jákórinn misskilið og kannaðist konan ekki neitt við kórinn þann. En sá kór kemur víða við í athugasemdum hér á blogginu og er á þessa leið: Ég er 105 % sammála þér-, gargandi snilld bloggsins hér-, tær snilld-, ég er svo sammála þér-,og svo allir bjánalegu svipbrigðahausarnir sem til áréttingar fylgja hjá þessum kór. En kannski má ég ekki kalla fólk hér spritthænur eða annað álíka en þetta er bara svona. Á maður kannski að segja  núna "úje" ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er að vera ósammála annarri manneskju, jafnvel láta stíl hennar fara í taugarnar á sér - annað að kalla hana aldraða nöldrandi kerlingu. Mér fannst þú ekki sérlega málefnalegur satt að segja.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Úps, ég vissi ekki að maður ætti að vera málefnalegur á blogginu,líklega sá eini.
   Ég er ekki ósammála blessaðri konunni um meðferðina á þessum föngum en ég leggst ekki í þunglyndi fyrir því, hvað þá að láta umheiminn vita af því ef að svo væri.Og stíllinn er hennar og ekki annað fyrir mig að gera í því máli en að lesa hana ekki. En af mínum nánustu er ég talinn gamall og þar sem þessi kona er tæpum tveimur árum eldri en ég þá er hún öldruð. Varðandi nörldrið vísast á bloggið hennar og þegar lesin voru fyrir mig ævintýri forðum byrjuðu þau oft svona: Einu sinn voru karl og kerling í koti ....... Varðandi það að vera málefnalegur þá vísaði ég því annað vegna þess að það er ég ekki. Reyndar er það sem að henni ýjað var: vottur vinstri grænn.

Yngvi Högnason, 11.11.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband