Morgunkaffi

 

Kunningi minn kemur oft í morgunkaffi til mín og ræðum við málin á alvarlegum nótum yfir bolla af venjulegu kaffi. Og oftar en ekki þá leysum við dægurmálin hraðar en að þau koma upp. Eftir margra ára morgunsamveru erum við orðnir nokkuð flinkir við lausn mála og kemur það til af því hvað við erum sammála um flesta hluti. Reyndar á hann það til að ræða um hitt og þetta sem er að gerast í Hafnarfirði og þá segi ég bara já og amen.Hann heldur nefnilega að Hafnarfjörður sé eitthvað númer. Eins er það með hann, að þegar ég segi eitthvað gáfulegt sem að hann ekki skilur, þá segir hann já og amen. Þetta er gagnkvæm kurteisi, sem að kemur með árunum.
  Eins og hjá gömlum köllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þori að veðja að vinur þinn er kallaður Siggi. Þetta passar allavega með Habbnafjöðrina og restina. Þú drekkur ekki af alvöru með svoleiðis fólki. Skálar í besta falli og segir já vinur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.11.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband