Mannvonska

Það er alveg hræðilegt að mega ekki eiga snák og er eflaust ekkert nema mannvonska hjá heilbrigðisyfirvöldum að leyfa þetta ekki. Þetta hefur örugglega ekkert að gera með salmonellu og þ.h. , bara mannvonska.
mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu, eru íslendingar með eitthvað sérstakt salmonelluóþol sem aðrar þjóðir eru lausar við? Afhverju er ekki allt morandi í salmonellu utan landsteinana? Ég veit ekki til þess að nein önnur þjóð banni snáka og finnst því salmonellurökin alltaf jafn kostuleg.

Kannski eru útlendingar bara svona hrifnir af salmonellu? 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:40

2 identicon

Ég held nú frekar að það tengist eitthvað því að snákar lifi ekki villtir í náttúru Íslands og að þeir geti borið eitthvað með sér sem getur verið hættulegt náttúrunni auk þess sem það er alltaf hættulegt að koma með utanaðkomandi dýr inn í lífríki. Bara hægt að skoða hvernig kanínurnar eru að fara með lundabyggðina í Eyjum.

Jona (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:49

3 identicon

Snákar sem þessi eiga ekki einusinni fræðilegan möguleika á að lifa af hér á landi. Þeir eru með kalt blóð og drepast við minnsta kulda því þeir geta ekki framleitt hita - verða að fá hann utanfrá.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:59

4 identicon

Jona: Það er mikill munur á slöngum og kanínum í því samhengi sem þú ert að setja fram. Slöngur þurfa a.m.k. 20°C+ aðeins til að geta hreyft sig og lifað. Treystu mér, það er lítil hætta á því að þær muni fara út í náttúru Íslands og gera þar óskunda.

 Annars finnst mér það helvíti skondið að t.d. kanínur séu leyfðar hingað til lands sem gæludýr án neinna athugasemda, en þær GETA lifað í íslenskri náttúru eins og við þekkjum af raun og eru einmitt núna að eyðileggja lundabyggðina í Eyjum og kirkjugarðana okkar (nefni svo ekki nágrennið við Perluna þar sem er vinsælt að henda þeim...) ofl. staði.

Eva Kristjáns (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:59

5 identicon

Það eru nú einusinni lög í þessu landi.Eg get ekki hugsað mér að búa í blokk þar sem snákar,kongulær,skriðdýr og austurevrópu búar eru.

Tolli púki (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gunnar og Eva: Snákar þrífast við ýmsar aðstæður, hér á Englandi eru til nokkrar tegundir af smærri snákum og ein þeirra er eitruð. Þegar þetta er skrifað þá er hitastigið úti nálægt frostmarki.

Flestir gæludýraeigendur eru sem betur fer gott fólk sem býr dýrum sínum gott atlæti á heimilum sínum. Því miður eru þó hinir líka til sem finnst "cool" að smygla heim kvikindum sem ekki fást löglega, en þegar nýjabrumið fer af sýningunum þá er ekkert fjör lengur. Þá er skepnunum sleppt út í náttúruna, (ef þær sleppa við að vera drepnar heima) oft með ófyrirséðum og vondum afleiðingum.

Nei, mér finnst þetta fremur ósniðugt þegar allt er skoðað.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 01:36

7 identicon

Helga Guðrún:  Ég býst við því að hitastig á englandi er jafnara heldur en á Íslandi, og í frosti leita þessi dýr bara í mannabústaði.  En fjölgun sem og melting hjá þessum dýrum er ómöguleg á íslandi, því til meltingar þurfa þessi dýr 20°C+ í 4-5 daga, og til að egg nái að þroskast þarf 27-30°C í 2 mánuði (einhver munur á milli tegunda en ekki það mikill).

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband