Ofleikur

Ég er að passa fyrir konuna mína fyrrverandi og hefur drengurinn verið hjá mér að undanförnu. Það breytist ýmislegt þegar hann er hér og þar á meðal hvað horft er á í sjónvarpinu. Núna var Næturvaktin á Stöð 2 að renna í gegn, mér til ama vegna þess að íslenskt efni er að öllu jöfnu mjög leiðinlegt vegna ofleiks og er þessi Næturvakt þar engin undantekning. Ég hef aldrei skilið íslenska tómheila sem að finnst Jón Gnarr fyndinn og hef ég á tilfinningunni að þeir séu, þegar íslenskt efni er annars vegar daufdumbir. Eða að kröfurnar um að leikið efni séu ekki meiri en þær að bara sé talað á íslensku. Leikhæfileikar virðast ekki skipta neinu máli. Íslenskir leikarar myndu líklega vera á Englandi kallaðir fimmta flokks eða bara nothæfir sem galarar í sirkus.
   Ég skil ekkert í Björgólfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er drengurinn ekki sonur þinn, eða af hverju ertu að passa fyrir fyrrverandi konuna þína? Ég skil ekkert í þér. ?

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Búin að vera að lesa aðeins færslurnar þínar...þinn húmor, sýnist mér...

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þér er ekki eins leitt og þú lætur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.11.2007 kl. 23:11

4 identicon

Áts ... maður þarf að þekkja vel til á stundum sem þessum  

Skessa (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband