Jólalag

Það er byrjað. Það er fyrsti desember í dag og það er eins og að það sé skylda hjá útvarpsstöðvum þ.e. stjórnendum þátta þar, að byrja að spila jólalög. Flest þessara jólalaga erum við öll búin að heyra oft og erum orðin hundleið á þeim. Og ekki verða þau skemmtilegri eftir því sem að líður á. Ég hugsa oft , og ekki bara á þessum tíma árs, þegar ég er að keyra um á nóttunni, hlustandi á útvarp þar sem enginn er stjórnandinn gjammandi, hve gott er að hafa útvarp þar sem eingöngu er spiluð tónlist. Það mættu vera fleiri stöðvar sem Rondó 87.7, þar eru ekki þessi  orðskrípi og orðfæð sem að einkennir "lala" stöðvarnar, sem að eru í boði........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband