1.12.2007 | 22:32
Skítapakk
Í vikunni kom bæklingur frá BT til okkar og sá drengurinn þar auglýst enn eitt falstilboð þar.Undanfarin ár hef ég þurft að dröslast með honum þegar þetta pakk auglýsir "stórkostlegar útsölur" og er hann rétt að fatta núna að svona fyrirtæki gefa aldrei neitt.Á þessum svokölluðu útsölum hefur aldrei neitt verið keypt því að meira segja hann sér hverskonar drasl fyrirtækið er að losa sig við reglulega. En í dag átti að fara fram einhverskonar kappát og áttu allir sem að tóku þátt að fá "glæsilega Simpsons vinninga" sem að var náttúrulega beitan til að fá sem flesta í Smáralindarbúðina. Það var margt ungmennið sem að beið lengi til að fá að taka þátt. En því miður ,sagði verslunarstjórinn síðar, þegar að var fundið að það hefði "gleymst" að taka fram í auglýsingunni að bara tíu fengju að spreyta sig og að þeir yrðu ekki valdir eftir röð. Svona framkoma við fjölda ungmenna er leiðinleg og óþörf en samt eitthvað sem maður býst við af fyrirtæki sem að er andlitslaust. Andlitslaust fyrirtæki er það fyrirtæki sem hefur enga sjáanlega eigendur og eru yfirleitt láglaunaðir krakkagemlingar þar í vinnu sem að ekkert mega gera annað en að taka við peningum og segja "ég bara vinn hér". Það var nú engin sérstök sorg hjá mínum yfir málalokum en ekki var svo hjá öllum þarna. En er eitthvað skrýtið að drengurinn læri hjá mér orð eins og "skítapakk" eftir svona leiðindi?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.