Reisuleg bygging

Ég fór í nýja húsið við Smáratorg í gær. Þetta er mikið og hátt hús og verður eflaust mjög flott á að líta fullklárað. Ég klökknaði af hrifningu yfir verkfræðilegu afreki íslendinga þarna, rúmlega 77 metrar að hæð og tuttugu hæðir. "Ísland best í heimi" flaug í gegnum huga minn.
    Fyrir 105 árum var byggt hús í New York, árið 1902, það er enn uppistandandi og er 87 metrar að hæð og tuttugu og tvær hæðir. Þetta hús kallast Flatiron byggingin.   Ísland, best í heimi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband