Jólabækurnar

 

Ég var að spá í jólabækurnar, enn og aftur. Þær vinsælustu virðast vera einhverskonar morðsögur, sem að gerast hér á landi og eru þá líklega með íslenskar persónur til umfjöllunar. Ekki hef ég lesið neitt af þessu og ætla mér það ekki. Helst kemur það til af því að í gegnum tíðina hef ég lesið mikið af glæpareyfurum, sem að geta verið trúverðugir vegna þess að þeir gerast í löndum þar sem að morð eru tíðari en hér og oft skipulögð. Þar af leiðandi er hægt að leika sér með skáldsöguformið þar á ýmsan hátt. En hér á Íslandi finnst mér þetta vera bjánalegar tilraunir í skáldsögum,reyndar finnst mér flestar íslenskar skáldsögur aumlegar, því að hér á landi hafa ekki verið framin skipulögð morð í manna minnum. Flest ef ekki öll morð hér hafa í gegnum tíðina verið framin af ólánsmönnum, drukknum eða undir áhrifum annarrar ólyfjan og þess vegna ekki skipulögð, þannig að ekki hefur þurft kjammanagandi lögreglumenn í lopapeysu til að leysa þau.Lausn í þeim málum hefur oftast legið ljós fyrir. En þetta blessaða fólk sem að skrifar þetta þarf líka að lifa og ef að vel selst hjá því þá er það gott. En í guðanna bænum ekki tala eða skrifa um þessar bækur sem einhver listaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu karl, hvernig fannst þér Mýrin?

doctor (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband