Níu dagar

Það eru bara níu dagar í vetrarsólstöður og þá fer að birta aftur. Þetta er einn leiðinlegasti tími ársins að mínu mati og mikið verð ég feginn þegar þetta blessaða jóladót er hjá.Það er eins gott að maður telur sig ekki trúlausan eða sé Vottur, því erfitt er að vera hér án þess að verða samdauna þessu jólaklappi. Ekki þarf ég svo sem að gera mikið vegna jólanna,er með fólk í því og gjafir eru þegar allar keyptar.Nú bíð ég bara eftir að þetta verði búið og áramótaleiðindin líka og hægt verður að sigla sléttan sjó eftir áramót án ónauðsynlegra frídaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Já, þú ætlar einmitt ekki að taka neitt frí í janúar enda algjör óþarfi að gera slíkt...

Helga Dögg, 13.12.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband