Ófyndið fólk

 

Jamm.
Þá er hið daglega amstur hafið á ný og maður getur verið eðlilegur á ný. Áramótin liðin með tilheyrandi fylleríi hjá sumum og öðrum sem að bláedrú horfðu á arfaslakt skaup þar sem að auglýsingin í miðjunni var einna fyndnust. Ekki var við miklu að búast fremur en fyrri daginn, húmorslausir menn geta ekki gert gamanþátt.
   Í Fréttablaðinu í dag er Sigurjón Kjartansson nefndur "handritsguð". Ef að svo er, þá er illa fyrir okkur komið, því þó að stöku brandari hafi þaðan komið þá hefur honum og samferðamönnum hans,  tekist betur að láta mann fá kjánahroll og verða frábitinn íslensku "skemmtiefni" í gegnum tíðina. "Svínastelpusúpa" liðinna ára hefur gert það að enginn er áhuginn hjá mörgum á íslensku efni og verst er að maður getur ekki beðið af sér þessa ófyndnu kynslóð "brandarakalla".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband