19.1.2008 | 14:59
Til hamingju Helga Dögg
Ég var að koma úr útskriftarathöfn sem að fór fram í Háskólabíói. Dóttir mín var að útskrifast í annað sinn á þessum stað, núna úr Háskólanum í Reykjavík. Þetta var afskaplega róleg og átakalaus athöfn. Eftir setningu var dálítið einkennilegt ávarp til nemenda flutt af einhverjum bankakalli frá JP Morgan í London. Ekki veit ég hvað JP Morgan hefur með Háskólann að gera og þar sem að blessaður maðurinn var að tala til nemenda þá fannst mér ekki par fínt að snúa afturendanum að þeim og tala um "success, love and listening". Svo eftir ágætt ávarp flutt af einum nemanda var tónlistarflutningur. Heyrðist mér að þar færu systkini þrjú með tvo til aðstoðar. Var flutningur þeirra þokkalegur en skondið að horfa á gítarleikara og lúðurblásara vera sem Tourette sjúklingar í flutningnum (með fullri virðingu fyrir TS). Eftir þann flutning byrjaði útskrift og afhending skírteina. Gekk það fljótt og vel fyrir sig og má segja að ég hafi verið nokkuð stoltur faðir þegar dóttur minni var afhent skírteini sitt. Til hamingju Helga Dögg.
Athugasemdir
Yngvi minn!
Langaði bara til að óska þér til hamingju með Helgu viðskipta og markaðsgellu.
Kveðja frá nýjum bloggara.
Mæja móða.
María Guðmundsdóttir, 20.1.2008 kl. 12:38
Til hamingju með dóttur þína og hamingjuóskir til hennar
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.1.2008 kl. 14:04
Til lukku, kæru feðgin! Flott stelpa hún nafna mín.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.1.2008 kl. 17:13
Takk fyrir góðar óskir.
Yngvi Högnason, 20.1.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.