Athugasemd

Smá athugasemd. Fréttum frá Sovétríkjunum, sem var gefið út af fréttastofu APN á Íslandi, var dreift í nokkur hundruð eintökum að mestu áskrifenda en ekki borið í hvert hús eins og þarna segir. Var þetta í dagblaðsbroti og innihélt skrumskældar "fréttir" sem hugnaðist þeim er stjórnuðu austur frá að sagt væri frá. Það var Rússi sem að stjórnaði þessari ´"fréttastofu" en honum til halds og trausts voru María Þorsteinsdóttir,nú látin og Ingibjörg Haraldsdóttir skáldkona. Þeir sem fengu þetta blað voru áskrifendur,sem fæstir vildu borga, og flestir voru þekktir vinstra megin í pólitík.
mbl.is Af vígvöllum ástar og haturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Rétt er það að Fréttir frá Sovétríkjunum (sem þeir sanntrúuðu kölluðu Féttir að Heiman) voru aðeins bornar til áskrifenda.

Þetta gæti vissulega verið sjokk fyrir Urði greyið. Var pabbi þá kommi eftir allt saman?? Samt fær hún vinnu hjá MBL?? Furðulegt og undarlegt er þetta líf..

Taxi Driver, 10.2.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Skondið að rekast á þetta nafn hérna: Fréttir frá Sovétríkjunum.

Vann í Blaðaprenti 1978 - 1984 og á fyrri hluta þess tímabils komu af og til pakkar til umbrots merktir FFS. Mig minnir að þetta hafi verið unnið í austursalnum (Þjóðvilja- og Alþýðublaðshlutinn; Vísir og Tíminn vestur í). Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þetta nefnt annað en Fljúgandi Furðu-Skítur!

Flosi Kristjánsson, 10.2.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta blogg er örugglega botninn. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Ef að þú vilt hafa það þannig Sigurður, þá það, ekki vil ég græta þig.Er reyndar slétt sama um topp eða botn.

Yngvi Högnason, 13.2.2008 kl. 08:32

5 identicon

FFS voru góðar fréttir fyrir gömlu góðu kommana,en vera var að það unnu margir 'Islendingar við þetta, og hafa aldrei svarað tilsaka fyrir að vinna fyrir Stalin,Lenín og félaga,menn sem í dag vilja helst vera hægra megin við Hannes Hólm og fl.

tolli Púki (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband