18.3.2008 | 07:27
Heppinn mótorhjólatöffari
Þá er maður kominn á fætur og í morgunröltið.Þær eiga dálítið bágt með sig stúlkurnar hérna þegar svo stæltur og glæsilegur maður tekur ganginn fram og til baka. Fann hérna tölvu, afskekkt, því að eftir að ég kom hingað upp var mér meinað að pikka.En hér er allt tíðindalaust og hið rólegasta fólk um kring. Ég fór í aðgerð í gær og var brotið upp gifs og skorið í ,(þetta tók einhverja þrjá tíma)og sett einhverskonar nagli eða plata sem að maður lendir náttúrulega í veseni með í tollinum þegar farið verður í mótorhjólaferð til Ameríku í sumar.Ég kann vel við mig hérna, stelpurnar góðar við mig,klæða mig í skyrtu og sokka og þ.h. Það eru einhverjir kallar í þessu hérna líka en ég er yfirleitt nýbúinn að fá þjónustu þegar þeir bjóða hana. Svo var mér dálítið brugðið þegar að djásnið þarna niðri.sem að maður er nýfarinn að sjá aftur eftir mörg ár ,því út af ræktinni þá er maður ekki eins framsettur og maður var fyrrum, er nú merkt sem eign þvottahúss ríkisspítalanna, en ég nota það samt. En lífið er gott, maður er uppistandandi, margur hefur farið verr út úr árekstri en ég og er ég þakklátur fyrir mín örlög."þeir sem guðirnir elska...... ,það er ekki komið að því hjá mér að ég held,þó kominn langt í fimmt nei sextugt, svo að allt sé nú rétt.
Svo er stofugangur á eftir með "Hæ litli" og allt það. Gaman. Eftir það fæ ég kannski að fara heim,þ.e. að segja á Kársnesbrautina, þar sem allt gengur víst fínt þegar ég er ekki þar en ég bara trúi því ekki.Ég þakka góðar óskir frá ykkur sem að hafið skrifað og líka það að enginn hefur komið með blóm.
Athugasemdir
Láttu þér batna gamli .....mundu að slá í bossann á sætu hjúkkunum ...það gerði karlinn minn alltaf ;)
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:19
Takk Inda,en það er of seint að dangla í hjúkkurnar því að ég er kominn heim.
Yngvi Högnason, 18.3.2008 kl. 19:39
Batakveðjur og "þöms öpp"!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.3.2008 kl. 00:24
Heppin ? hvað kallar þú óheppni?en bestu kveðjur um bata.TOLLI P
Tolli Púki (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.