Páskafrí?

Ef að ég væri yngri þá myndi ég kannski vilja vinna í Sam bíóinu. Þar er nefnilega opið um páskana og þar má hósta án þess að trufla helgislepjuna sem hefur verið hér síðan ég man eftir mér. Ég skil ekki hvað þetta fimm daga árvissa "trúarhátíðarfrí" fer í taugarnar á mér, því ekki kannast ég við neinn, fyrir utan biskupinn í sjónvarpinu, sem að veit til hvers eða útaf hverju þessi tími er haldinn hátíðlegur. Hvað þá að einhver viti afhverju þetta er aldrei á sama tíma. Það er reyndar auðvelt að fletta þessu upp en kannski það gæti truflað "trúareinbeitninguna" hjá einhverjum.

Ég er að hugsa um að skreppa aðeins í vinnuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg

Iss, þú yrðir þá allavegana ekki ráðinn í það að rífa af miðunum...

Helga Dögg, 21.3.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Í vinnuna...?!? Ég hélt að þú værir stórslasaður og gætir í mesta lagi ráðið þig til að standa á einhverju húsþakinu í Ártúnsbrekkunni eins og vafin múmía og Michellin-maðurinn... öðrum sem víti til varnaðar.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.3.2008 kl. 12:28

3 identicon

Sæll Yngvi minn!

Var að frétta þetta með slysið hjá múttu og kíkti á bloggið þitt. Var að þvælast í London.  Mikið  heppinn í þetta sinnið kallinn minn og greinilegt að skaparinn vill þig ekki strax.  Þinn tím ekki kominn.  Svo að nú gætirðu farið til kirkju á næstu dögum og lofað hann fyrir heppnina.   Vona að þú náir þér sem fyrst.  Kveðja María G.

María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir María.
 Helga Guðrún: Ertu ekki að rugla eitthvað með þennan Michelin kall, meinarðu ekki Adonis?

Yngvi Högnason, 23.3.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband