3.4.2008 | 22:20
Píanó.
Heldur hefur bloggletin verið að hrjá mann uppá síðkastið enda ekki gaman að pikka með níðþungar gifshendur. Í dag fór ég á slysó og var gifsið tekið og er maður öllu léttari í dag en í gær. Er ég bæði glaður og hryggur þess vegna. Doktorinn lét taka nokkrar röntgenmyndir og var hann nokkuð ánægður með pósurnar hjá mér og hvernig þetta hefst við. Hann hreyfði á mér puttana og sagði eftir að hafa skoðað þetta fram og tilbaka: "Þú þarft ekki gifsið lengur, bara æfa fingurna rólega og ekki reyna neitt alvarlega á þetta næstu tvær vikurnar. Þá verðurðu farinn að spila á píanó áður en þú veist af". Ég varð nokkuð glaður með þetta vegna þess að ég hef aldrei kunnað að spila á píanó. En ég varð afskaplega hryggur að missa gifsið, því allar gömlu konurnar sem að heimsækja mig í vinnuna vorkenndu mér afskaplega.Og nú er það búið.
Kannski að ég fari í fatlann og skoði hvernig hann reynist.
Athugasemdir
Girtu bara niðrum þig og þá vorkenna þér allir voðalega.
Hehe sorry elskan.. hef ekki hugmynd um útlit þitt þarna megin.. viðstaddir gætu þessvegna sagt: "Vá! Hvar fær maður svona!?"
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.4.2008 kl. 23:42
Ég er búinn að prófa það en þá vorkenndu allir konunni sem að ég bý með.
Yngvi Högnason, 4.4.2008 kl. 08:57
In a ba?
Andri Yngvason, 4.4.2008 kl. 19:01
Spurning um að þú setir þann í neðra í fatla frekar!!!
Kveðja, Eiki KR
Eiki KR (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:33
Ætli Bubbi hafi þá verið að syngja um fermingarbróður sinn þegar hann söng Fatlafól...?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.