Píanó.

Heldur hefur bloggletin verið að hrjá mann uppá síðkastið enda ekki gaman að pikka með níðþungar gifshendur. Í dag fór ég á slysó og var gifsið tekið og er maður öllu léttari í dag en í gær. Er ég bæði glaður og hryggur þess vegna. Doktorinn lét taka nokkrar röntgenmyndir og var hann nokkuð ánægður með pósurnar hjá mér og hvernig þetta hefst við. Hann hreyfði á mér puttana og sagði eftir að hafa skoðað þetta fram og tilbaka: "Þú þarft ekki gifsið lengur, bara æfa fingurna rólega og ekki reyna neitt alvarlega á þetta næstu tvær vikurnar. Þá verðurðu farinn að spila á píanó áður en þú veist af". Ég varð nokkuð glaður með þetta vegna þess að ég hef aldrei kunnað að spila á píanó. En ég varð afskaplega hryggur að missa gifsið, því allar gömlu konurnar sem að heimsækja mig í vinnuna vorkenndu mér afskaplega.Og nú er það búið.
   Kannski að ég fari í fatlann og skoði hvernig hann reynist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Girtu bara niðrum þig og þá vorkenna þér allir voðalega.

Hehe sorry elskan.. hef ekki hugmynd um útlit þitt þarna megin.. viðstaddir gætu þessvegna sagt: "Vá! Hvar fær maður svona!?"

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.4.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég er búinn að prófa það en þá vorkenndu allir konunni sem að ég bý með.

Yngvi Högnason, 4.4.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Andri Yngvason

In a ba?

Andri Yngvason, 4.4.2008 kl. 19:01

4 identicon

Spurning um að þú setir þann í neðra í fatla frekar!!!

Kveðja, Eiki KR

Eiki KR (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ætli Bubbi hafi þá verið að syngja um fermingarbróður sinn þegar hann söng Fatlafól...?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.4.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband