8.4.2008 | 23:03
Múgsefjun.
Ég var að hugsa aðeins tilbaka. Hvar voru þessir Tíbetsmálamótmælendur í fyrra og hitteðfyrra? Og árið þar áður? Og í mars 2003? Eru þessir mótmælendur svona vitlausir að þeir eru núna fyrst að fatta hvað er í gangi? Eru þessi mótmæli við Kínverja tískumálið þetta vorið? Hafa þessi mótmæli einhverju breytt fyrir einhvern í Tíbet? Fer fólk, sem að mótmælir mikið,heim að kvöldi og hvílir sig í og innan um alla innanstokksmunina sína frá Kína, undir átök næstu mótmæla? Finnst þessu fólki það vera gott fólk? Svona eins og Vottarnir, sem að segjast vera afskaplega góðir en eru afskaplega fáir. Eins eru þessir mótmælendur, afskaplega fáir. Og kjánalegir. Kjánalegir að láta sér detta það í hug að þeirra kvak við Víðimel 29 heyrist til Kína. Og þó að það heyrðist, þá skipta íslendingar sáralitlu í þessu máli eins og öðrum. Í þessu tilfelli, engu. Nema, nema fyrir þá sem að mótmæla. Því ef að einhver mótmælir í svona málum, þá sjá allir hve góður hann er. Afskaplega góður. Í raun er honum nákvæmlega sama hverju er mótmælt í sjálfu sér, aðalatriðið er að vera með. Vera góður, vera góður við minnimáttar. En bara þegar aðrir sjá til.
Ekki er ég að mæla Kínverjum bót en mér kemur ekki við hvað þeir gera. Og mér finnst hundleiðinlegt þegar eitthvað pakk fer með kastljós á einhver mál, þó að réttlætismál séu, mál sem því kemur ekkert við.
Athugasemdir
Það væri hægt að taka mark á þessum mótmælendum ef þeir þyrftu ekki alltaf að vera með múgæsing út um allt, helst að brjóta lög, skvetta málningu og fara svo heim í tjaldið sitt að reykja hass :)...svona sé ég þetta fólk fyrir mér, því það getur ekki bara mótmælt eðlilega...svo ekki sé talað um að hlekkja sig einhverstaðar og skemma!!
Eiki KR (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:06
Mótmælin verða ekki gáfulegri þó að tækifærið sé gripið núna. Inntakið hjá mér var: þetta er nú meiri tímaeyðslan hjá þessu dóti,því ekki hef ég enn séð árangur af svona kjánalátum.
Yngvi Högnason, 9.4.2008 kl. 15:19
verð að vera samála árna,en það er aukaatriði,er n'u bara aðmontast,get fengið vinnu í washington park,fyrir 5$ sk.sendi þetta hér því ég man ekki netfangið.kveðja G,St
St.G (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.