Að kvöldi dags.

Jæja, þá er maður búinn að spara svo mikið í dag og í framtíðinni á því að reykja ekki þessa sígó sem áður var rætt um, að það er full ástæða að fara í bæinn á morgun og kaupa sér annað mótorhjól. Sérstaklega vegna þess að bráðum get ég tekið í kúplinguna án þess að skæla mikið. Verð bara orðinn nokkuð góður í næstu viku eða síðar. Það er allavega öruggara að vera klár með hjólið þegar maður verður vígur á báðar hendur. Það er svo erfitt að stjórna mótorhjóli með "einari". Já, ég held ég láti ekki suða í mér lengur, ég fer á morgun og kaupi eitt rautt ef að til er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Miðað við lauslegan töluleik með áætlað pakkaverði á Íslandi í dag (ca 600kr) þá reiknast mér til að þú hafir sparað þér um hálfa milljón á tóbakshættunni. Ég held að þú hafir fyllilega unnið til hjólgarmsins og ættir bara að njóta hans sæll og glaður.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

But... BE SAFE!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 01:05

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Takk fyrir.

Yngvi Högnason, 12.4.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Helga Dögg

Hva, það mætti halda að þú værir alltaf úti að hjóla með einari þessa dagana, allavegana miðað við bloggleysið...

Helga Dögg, 15.4.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband