16,350,000.- m2

Ég hef selt eitthvað af gleri í gegnum tíðina sem að hefur verið mismunandi dýrt. Það hefur alltaf ráðist af því hvað mikil vinna hefur verið við það. Það hefur komið fyrir að fólk hafi misst gleraugun af nefinu á sér þegar ég hef áætlað verð fyrir það á einhverju sem að það er að spá í hjá mér.  En ég er alveg klár á því að þó að fólk fái að vita hvað fermeter af gleri kostar hjá mér, þá áttar það sig ekki á því að það er mjög ódýrt miðað við hvað gler í gleraugum kostar. Ég var nefnilega að fá ný gleraugu í dag og datt mér í hug að reikna hvað fermeter af þess háttar gleri kostar. Ef að ég seldi svo sem einn fermeter af svona gleri, þá þyrfti ég ekki að gera meira það árið. Sextánmilljónirþrjúhundruðog fimmtíþúsund kostar einn fermeter af gleraugnagleri. Hvort að það sé sanngjarnt eða ekki veit ég ekkert um,en einhverra hluta vegna eru gleraugnabúðir úti um allt. Skrýtið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband