Frídagur!

 

Þetta er fallegur dagur. Gott að vakna á sólbjörtum morgni, úthvíldur,hlusta um stund á fuglasöng áður en maður stekkur fram úr og hendist í fötin og út í sumarið. Það er hópkeyrsla í dag með Sniglunum,allir að mæta,gaman að vera með.    Þetta er hjá einhverjum öðrum en mér.
 
 Ég vakna við mávagargið og léttar andþyngsladrunur í sambýliskonunni. Ligg um stund og reyni að sleppa við að fá sólina beint í augun.Geri mig svo kláran í að fara fram úr sem hægara sagt en gert.Maður er eins og níræður kall, sem að fær ekki örorkubætur, stirður og allstaðar illt. Þegar í lappirnar er staðið þá taka lepparnir við og tekur það smá tíma. Ég er feginn að vera ekki bindiskall. Eftir að hafa staulast fram og skverað sig af, þá eldar maður sjálfur morgunmat,seríos með mjólk áður en að lagt er í daginn. Ég danglast hljóðlega um og fer í jakkann,og heyri ég enn drunur úr svefnherberginu þegar ég loka útihurðinni. Ég held ég fari út í vinnu og þrífi klósettið,það er víst enginn þar núna,hvorki í vinnusal,skrifstofuálmu eða mötuneyti. 
Ég hef ekkert með einhverja mótorhjólamenn í umferðarstöppu að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Og þó að snúið væri uppá bakið á þér þá myndirðu aldrei viðurkenna að vera að fara út að hjóla...  Eigðu góðan leðurdag, kæri glæpabróðir.  Lifi krómið og káta fólkið!

super bike

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband